Klár í gervigreind
Taktu örugg skref inn í snjalla framtíð með aðstoð sérfræðinga DataLab. Við erum klár fyrir þig.
Uppgötvun
Samtalið hefst
Við byrjum á að tala við starfsfólk og stjórnendur. Í vinnustofum greinum við stöðuna, setjum raunhæf markmið og skilgreinum úrbótaverkefni.
Útfærsla
Frá hugmynd að frumútgáfu
Úr hugmynd mótast lausn. Í hönnunarsprettum og MVP þróun á aðeins sex vikum er smíðuð prótótýpa sem sýnir hvort lausnin sé fýsileg — tæknilega og fjárhagslega.
Framleiðsla
Lausn sem skilar árangri
Við vinnum í 6 vikna lotum og smíðum lausnir sem byggja á spálíkönum og spunagreind. Markmiðið er alltaf hið sama: að leysa raunveruleg verkefni og skila áþreifanlegum árangri.
Innleiðing
Tryggjum ávinning
Við tryggjum áreiðanleika, öryggi og rekstur lausna í rauntíma. Með sjálfvirkum mælikvörðum og náinni samvinnu við starfsfólk verður lausnin hluti af daglegu starfi og styður við markmið fyrirtækisins.
Treyst af leiðandi samstarfsaðilum






















Aukið aðgengi að þekkingu sem falin er í gögnum
Ari er stafræn lausn sem svarar spurningum og bregst við fyrirmælum.
- Aukið aðgengi starfsfólks að þekkingu.
- Styttri tími fer í skimun og lestur skjala og meiri tími í hagnýtingu viðeigandi þekkingar.
- Aukið sjálfstæði starfsfólks
- Nýtt starfsfólk er fljótara að læra og þekking tapast síður þegar starfsfólk yfirgefur vinnustaðinn.
Hafa samband
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka fund með sérfræðingum okkar.
Frá óvissu til árangurs í þróun gervigreindarlausna
Sigurður Óli Árnason: sep. 26, 2025
Jensen og NVIDIA sköpuðu framtíðina
Binni Borgar: sep. 7, 2025